Latnesk helgisagnaritun 12. aldar á Íslandi

Activity: Talk or presentation typesLecture and oral contribution

Gottskálk Jensson - Lecturer

Þegar sagnaritun hófst á Íslandi á 12. öld skrifuðu Íslendingar rit sín jöfnum höndum á latínu og þjóðtungu. Innfluttar bækur og afskriftir þeirra, flestar tengdar kristnihaldi, voru nær allar á helgri tungu Rómakirkju og fyrir kom að leyndust í bókasöfnum landsmanna verk sagnfræðinga og skálda hins forna Rómaríkis. Líklega hafa allir 12. aldar rithöfundar á Íslandi verið vígðir einhverri vígslu. Líkt og Guðrún Ósvífursdóttir nam saltarann fyrst kvenna, að sögn Laxdælu, lærðu drengir að syngja Davíðssálma á latínu, undirstöðu messusöngsins, sem auðveldaði þeim að hefja lestur sömu sálma á bókfelli. Í klaustrinu á Þingeyrum skrifuðu bræðurnir Oddur og Gunnlaugur eins konar helgisögur á latínu um norskan konung, Ólaf Tryggvason, sem þeir vissu af fornum heimildum að kristnað hefði Ísland og eyjarnar í norðri auk Noregs áratugum áður en nafni hans Haraldsson var helgaður í Noregi fyrir það sama. Í aldarlok urðu þau gleðitíðindi fyrir landsmenn að „upp kom“ helgi tveggja íslenskra biskupa. Þá var rituð lífssaga (vita) og jarteinir (miracula) þeirra beggja auk tíðasöngs (officia) fyrir nýja messudaga, allt á latínu. Í erindinu mun ég spjalla um tilurð, formgerð og hugmyndafræði íslenskra latínurita og velta fyrir mér ástæðunum fyrir slæmri varðveislu þeirra.
11 Mar 201612 Mar 2016

Event (Conference)

TitleHugvísindaþing 2016
Date11/03/201612/03/2016
Website
LocationUniversity of Iceland, Main Building
CityReykjavík
Country/TerritoryIceland

ID: 161658194